Sérfræðingar í
yfirborðsfrágangi

Hvað gerum við?

Við sjáum um allan yfirborðsfrágang, endurgerð lóða og opinna svæða

Einstaklingar og húsfélög

Við sjáum um alla jarðvinnu og  lóðafrágang frá a-ö, hvort sem um er að ræða endurgerð gamalla lóða eða frágangur á nýjum. Hellulagnir eru okkar sérsvið og höfum við mikla reynslu í frágangi hellulagðra bílaplana. Einnig getum við séð um allt tréverk eins og sólpalla, skjólgirðingar, uppslætti á veggjum ofl. Viðskiptavinir okkar geta treyst okkur fyrir verkinu frá a-ö, en við erum í góðu samstarfi við ýmsa aðra fagmenn eins og pípara rafvirkja, smiði ofl. Stjörnugarðar geta verið tengiliður húseiganda ef óskað er til að einfalda öll samskipti og sjá til þess að verkið gangi vel fyrir sig.

Verktakar og nýbyggingar

Við vinnum mikið við nýbyggingar bæði með byggingarverktökum og einkaaðilum. Erum vel tækjum búnir og getum séð um alla jarðvinnu sem tengist nýbyggingum. Hellulagnir, hleðslur og annar yfirborðsfrágangur er okkar sérsvið.  Við höfum mikla og fjölbreytta reynslu í frágangi lóða.

Bæjar- og sveitarfélög

Höfum unnið töluvert fyrir bæjar og sveitarfélög síðustu ár bæði við gatnagerð og lóðarfrágang. Við höfum tekið að okkur endurgerð á leik- og grunnskólalóðum sem og frágang á ýmsum opnum svæðum.

Einnig höfum við séð um snjómokstur og söltun fyrir bæjar- og sveitarfélög.

Fyrirtæki og opinberar stofnanir

Undanfarin ár höfum við átt í farsælu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir við lóðarfrágang ásamt ýmsum lausnum er tengjast aðgengi fyrir alla sem og sérlausnum í bílastæðamálum til að mæta aukinni notkun rafbíla og hjólreiða.

Um okkur

Stjörnugarðar eru í Félagi Skrúðgarðyrkjumeistara sem eru aðilar að Samtökum Iðnaðarins.

Meistarar í SI eru með ábyrðarsjóð sem kallast meistaradeildin, hún er hugsuð til að skapa traust milli viðskiptavina og félagsmanna samtaka iðnaðarins og er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Að baki ábyrgðarsjóðnum standa samtök Iðnaðarins og 11 meistarafélög.

Stofnandi Stjörnugarða er Þórir Kr Þórisson Skrúðgarðyrkjumeistari. Stjörnugarðar hafa vaxið síðustu árin og hafa verkefnin verið fjölbreytt og krefjandi. Við tökum nýjum áskorunum fagnandi og leitumst við að finna bestu lausnina með þér. Við notum alltaf besta fáanlega hráefnið og leggjum mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og ending verka okkar.

Við látum verkin tala.

Þórir Kr Þórisson Skrúðgarðyrkjumeistari

Gæðastjórnun
Stjörnugarðar starfrækja virkt gæðastjórnunarkerfi sem tekur mið á ISO 9001 gæðavottun og hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. Við leggjum metnað í að skilgreina kröfur viðskiptavina okkar, vinna af fagmennsku og leitumst við á nota besta fáanlega hráefni til að tryggja hámarks endingu og gæði
ÖRYGGISSTEFNA
Stjörnugarðar einsetja sér að vinna af fagmennsku og öryggi. Stuðla að góðri heilsu starfsmanna og öruggu starfsumhverfi. Starfsmenn Stjörnugarða nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað við störf sín.
Meistaradeildin
Meistarar í SI eru með ábyrðarsjóð sem kallast meistaradeildin, hún er hugsð til að skapa traust milli viðskiptavina og félagsmanna samtaka iðnaðarins og er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Að baki ábyrgðarsjóðnum standa samtök Iðnaðarins og 11 meistarafélög.
Ábyrgðarsjóður MSI
Aðilar innan Meistaradeildar SI (MSI) hafa gert með sér samkomulag um stofnun Ábyrgðasjóðs. Tilgangur með Ábyrgðasjóðnum er að skapa traust milli viðskiptavina og verktaka sem starfa innan Meistaradeildar byggingagreina Samtaka iðnaðarins og tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegt samkomulag um verkið og góð fagleg vinnubrögð. Standist vinna af einhverjum ástæðum ekki þær kröfur sem viðskiptavinur gerir til verksins getur hann lagt málið fyrir Úrskurðarefnd MSI
Hafðu samband
Við komum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu.

Bakkabraut 6, 200 Kópavogi.