Flokkur

Fréttir

Ný og endurbætt heimasíða

Eftir Fréttir

Það var kominn tími á nýja og flotta heimasíðu, svo við fengum snillingana frá Allra Átta til að setja upp glæsilega og snjallvæna vefsíðu. Allra Átta hefur smíðað marga flotta vefi og sérhæfa sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun, wordpress vefhýsingu og allri almennri markaðssetningu á netinu.

Vefurinn keyrir á WordPress og sér Allra Átta um að hann sé í öruggri hýsingu.

Við þökkum fyrir nýja vefinn og vonum að hann þjóni núverandi og verðandi skátum með glæsibrag.

Vefur Allra Átta er hér: www.8.is

Aðalfundur 2018

Eftir Fréttir

Aðalfundur 2018 fer fram miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa félagsmenn, 25 ára og eldri, auk eins forráðamanns kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur og gögn skoðuð
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins
f) Lagabreytingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fyrirmyndar fyrirtæki

Eftir Fréttir

Vorum að fá mikið af nýjum og fallegum vörum í flugi beint frá Ameríku. Þetta eru þekkt vörumerki og við hvetjum alla til að koma og skoða úrvalið. Um er að ræða merki eins og Dewalt, Bosch ofl.

Fyrstir koma, fyrstir fá