Einstaklingar og húsfélög

Við sjáum um alla jarðvinnu og lóðafrágang frá a-ö, hvort sem um er að ræða endurgerð gamalla lóða eða frágangur á nýjum. Hellulagnir eru okkar sérsvið og höfum við mikla reynslu í frágangi hellulagðra bílaplana. Einnig getum við séð um allt tréverk eins og sólpalla, skjólgirðingar, uppslætti á veggjum ofl. Viðskiptavinir okkar geta treyst okkur fyrir verkinu frá a-ö, en við erum í góðu samstarfi við ýmsa aðra fagmenn eins og pípara rafvirkja, smiði ofl. Stjörnugarðar geta verið tengiliður húseiganda ef óskað er til að einfalda öll samskipti og sjá til þess að verkið gangi vel fyrir sig.

Verkmyndir