Okkar stefna í öryggismálum og gæðastjórnun

GÆÐASTJÓRNUN

Stjörnugarðar starfrækja virkt gæðastjórnunarkerfi sem tekur mið af ISO 9001 gæðavottun og hafa Stjörnugarðar hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. Við leggjum metnað í að skilgreina kröfur viðskiptavina okkar, vinna af fagmennsku og leitumst við að nota besta fáanlega hráefni hverju sinni til að tryggja hámarks endingu og gæði.

ÖRYGGISSTEFNA

Stjörnugarðar einsetja sér að vinna af fagmennsku og öryggi; stuðla að góðri heilsu starfsmanna og öruggu starfsumhverfi. Starfsmenn Stjörnugarða nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað við störf sín. Verkstjórar okkar hafa setið námskeið um merkingu vinnusvæða en tilgangur með merkingunum er að vernda starfsmenn og vegfarendur, auka og tryggja umferðaröryggi almennt, að lágmarka umferðartafir og hámarka framkvæmdahraða.

MEISTARADEILDIN

Meistarafélög innan Samtaka Iðnaðarins eru með ábyrðarsjóð sem kallast meistaradeildin, hún er hugsð til að skapa traust milli viðskiptavina og félagsmanna SI og er hann trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Að baki ábyrgðarsjóðnum standa Samtök Iðnaðarins og 13 meistarafélög.

Nánar

ÁBYRGÐARSJÓÐUR MSI

Aðilar innan Meistaradeildar SI (MSI) hafa gert með sér samkomulag um stofnun ábyrgðarsjóðs. Tilgangur með ábyrgðarsjóðnum er að skapa traust milli viðskiptavina og verktaka sem starfa innan Meistaradeildar byggingagreina Samtaka iðnaðarins og tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegt samkomulag um verkið og góð fagleg vinnubrögð. Standist vinna af einhverjum ástæðum ekki þær kröfur sem viðskiptavinur gerir til verksins getur hann lagt málið fyrir Úrskurðarnefnd MSI.

Nánar