Um fyrirtækið

Stofnandi Stjörnugarða er Þórir Kr Þórisson Skrúðgarðyrkjumeistari.
Hjá okkur starfa á bilinu 5-15 starfsmenn yfir árið, en flestir starfsmenn eru yfir sumarið þegar mest er að gera.

Við sjáum um uppbyggingu og frágang lóða frá A-Ö og erum sérfræðingar í hellulögnum. Yfir vetrarmánuðina sinnum við snjómokstri og hálkuvörnum fyrir sveitarfélög.

Við erum vaxandi fyrirtæki sem mun um komandi framtíð setja sinn svip á umhverfið og leggjum mikla áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð !
Ánægðir viðskiptavinir er okkar markmið.

Stjörnugarðar eru í Félagi Skrúðgarðyrkjumeistara sem eru aðilar að Samtökum Iðnaðarins

Meistarar innan SI eru með ábyrgðarsjóð sem kallast meistaradeildin, hún er hugsuð til að skapa traust milli viðskiptavina og félagsmanna samtaka iðnaðarins og er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Að baki ábyrgðarsjóðnum standa Samtök Iðnaðarins og 13 meistarafélög.

Þórir Kr Þórisson Skrúðgarðyrkjumeistari

Nánar um SIMeistari.is
D-vottun-2022Meistaradeild SI